4. júní 2022 á Snæfellsnesi
Jökulmílan
RR götuhjólreiðar
Efnisyfirlit
Keppnishandbók er birt með fyrirvara um villur
Grunnupplýsingar
Mótið
Breiðablik heldur þriðja bikarmótið í götuhjólreiðum þann 4. júní 2022 á Snæfellsnesi. Mótið er betur þekkt sem Jökulmílan og byggir á móti sem haldið var af Hjólamönnum fyrir nokkru síðan.
Keppnisleiðir eru mismunandi í samræmi við flokka og vegalengdir.
Keppendum er bent á að það tekur um 2 klst og 20 mín að aka frá Kópavogi til Grundarfjarðar. Leggið því endilega tímanlega af stað ef þið ætlið að keyra á áfangastað fyrir mót.
Við mælum eindregið með því að þið nýtið ykkur frábært tjaldstæði sem er við hliðina á mótssvæðinu við íþróttahúsið í Grundarfirði, þar er m.a. ærslabelgur fyrir börnin.
Dómarar
Tilkynnt síðar
Keppnisgjald
A, B og C flokkar
Skráningargjald er 5.000 kr. Hækkar í 8.000 kr. kl. 12:00, miðvikudaginn 1. júní 2022. Skráningu lýkur kl. 16:00, fimmtudaginn 2. júní 2022.
Junior og U-flokkar
Skráningargjald er 4.000 kr. Hækkar í 6.000 kr. kl. 12:00, miðvikudaginn 1. júní 2022. Skráningu lýkur kl. 16:00, fimmtudaginn 2. júní 2022
Tengiliður
Mótsstjóri:
Anna Kristín Sigursteinsdóttir, 690-8833, annakristinsig@gmail.com
Mótanefnd:
Andri Már Helgason, 859-3215
María Sæm Bjarkardóttir, 864-9640
Denni Jónsson, 899-2572
Hákon Davíð Halldórsson, 898-2178
Viðburður á Facebook
Tilkynningar og aðrar upplýsingar um mótið verða settar inn á viðburðarsíðu mótsins á Facebook.
Keppendum er því bent á að mikilvægt er að merkja sig sem "Going" í þann viðburð þannig að þeir séu öryggir um að fá tilkynningar frá mótanefnd.
Skráning í mót
Skráning í mótið
Skráning í mótið fer fram í gegnum skráningarkerfi HRÍ.
Flokkar
Karlar
A flokkur
161 km leið
B flokkur
138 km leið
C flokkur
72 km leið
Konur
A flokkur
138 km leið
B flokkur
86 km leið
C flokkur
72 km leið
Drengir
U15
42 km leið
U17
72 km leið
Junior
138 km leið
Stúlkur
U15
42 km leið
U17
72 km leið
Junior
86 km leið
Keppnisgögn og afhending
Afhending keppnisgagna
Keppnisgögn verða afhent í Sporthúsinu í Kópavogi á tímabilinu kl. 16:00-18:00, föstudaginn 3. júní 2021. Þeir keppendur sem hafa ekki tök á að sækja gögnin geta fengið þau afhent í Grundarfirði kl. 08:30-09.30 á mótsdag, en keppnishaldari hvetur keppendur til að sækja keppnisgögn daginn fyrir mót.
Keppnisgögn
Ein tímatökuflaga á gaffal.
Tvö keppnisnúmer á bak.
Eitt keppnisnúmer á hnakkpípu.
8 nælur fyrir keppnisnúmer.
3 plastbensli. 1 fyrir tímatökuflögu og 2 fyrir hnakkpípu.
Númer, tímatökuflaga og keppnisnúmer
Tímatökuflaga skal festast á framgaffal með þar til gerðum plastböndum.
Keppnisnúmer skal festast á sætispóst reiðhjóls, einnig með plastböndum.
Tvö númer festast á bak keppenda. Mikilvægt er að smá bil sé á milli númeranna svo þau sjáist frá hlið einnig. Mikilvægt er að festa númerið ekki of hátt á bakið. Sem viðmið skal það festast þvert yfir bakvasa sem eru á flestum hjólatreyjum, stranglega bannað er að klippa til, bretta upp á eða eiga á nokkurn hátt við númerið sem skal festast á bakið.
Dæmi um rétt staðsett keppnisnúmer og tímaflögu.
Dagskrá á mótsdag
Afhending keppnisgagna
08:30-09:30
08:30-09:30
1. ræsing
A flokkur KK
Keppnisfundur
09:55
09:55
Ræsing
10:00
10:00
2. ræsing
B flokkur KK og Junior KK
Keppnisfundur
10:02
10:02
Ræsing
10:07
10:07
3. ræsing
A flokkur KVK
Keppnisfundur
10:09
10:09
Ræsing
10:14
10:14
4. ræsing
B flokkur KVK, Junior KVK
Keppnisfundur
10:16
10:16
Ræsing
10:21
10:21
5. ræsing
U15 KK, U15 KVK, U17 KK og U17 KVK
Keppnisfundur
10:23
10:23
Ræsing
10:28
10:28
6. ræsing
C flokkur KK og C flokkur KVK
Keppnisfundur
10:30
10:30
Ræsing
10:35
10:35
Veitingar í íþróttahúsinu í Grundarfirði hefjast
12:30
12:30
Verðlaunaafhendingar að lokinni keppni í hverjum flokki
Frá kl. 13:00 í íþróttahúsi eða fyrir utan (eftir veðri)
Frá kl. 13:00 í íþróttahúsi eða fyrir utan (eftir veðri)
Tímatöku lýkur
17:00
17:00
Keppnisreglur
Um keppnina gilda reglur HRÍ.
Keppendur eru hvattir til að kynna sér reglur fyrir keppni til að koma í veg fyrir misskilning eða atvik sem geta leitt til brottvikningu úr keppninni.
Brautin, staðreyndir og ítarupplýsingar
Á eftir síðasta keppenda í braut verður sópari sem sér um að tína upp merkingar og getur tekið með þá keppendur
sem hætta keppni. Athugið þó að talsverð bið gæti verið eftir sópara ef menn hætta keppni framarlega. Hætti menn
keppni ber að tilkynna það til keppnisstjóra.
Fjarlægðarmerkingar verða settar upp þegar 10 km, 1 km, 500 m, 250 m og 100 m eru í endamark.
Frá 250 m að endamarki er öll akbrautin skilgreind sem keppnisbraut og miðlínureglan felld niður.
Rás- og endamark
Rásmark er við Sundlaug Grundarfjarðar
Endamark er austan megin í bænum, við bensínstöð Orkunnar.
A-flokkur KK
Hlutlaust (neutral) start frá Sundlauginni í Grundarfirði, niður Borgarbraut og til vinstri Grundargötu sem leið liggur út úr bænum. Þegar undanfari er kominn rúmlega 1 km út úr bænum er gefið hljóðmerki fyrir fljúgandi start. Hjólað er sem leið liggur veg nr. 54 og farið er um veg nr. 574 í gegnum Ólafsvík sem er neutral zone, einnig er neutral zone gegnum Hellissand, fyrir Snæfellsjökul þar til aftur er komið inn á veg nr. 54 sunnan megin á Snæfellsnesi. Þegar komið er að gatnamótum við Vegamót er beygt til vinstri upp veg nr. 56, Vatnaleið, og þegar af henni er komið er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði, á veg nr. 54 á ný. Endamarkið er við Orkuna, rétt áður en komið er inn í Grundarfjörð.
161 km leið á Veloviewer -> Sjá hér: Jökulmílan - 161 km - VeloViewer
A-flokkur KVK, B-flokkur KK og Junior KK
Hlutlaust (neutral) start frá Sundlauginni í Grundarfirði, niður Borgarbraut og til vinstri Grundargötu sem leið liggur út úr bænum. Þegar undanfari er kominn rúmlega 1 km út úr bænum er gefið hljóðmerki fyrir fljúgandi start. Hjólað er sem leið liggur veg nr. 54 en áður en komið er að Ólafsvík er beygt til vinstri upp veg nr. 54 yfir svokallaðan Snæfellsnesveg. Farið áfram um veg nr. 54 sunnan megin á Snæfellsnesi. Þegar komið er að gatnamótum við Vegamót er beygt til vinstri upp veg nr. 56, Vatnaleið, og þegar af henni er komið er beygt til hægri í átt að Stykkishólmi, en við flugvallarafleggjarann utan við bæinn er snúningspunktur og verða sjálfboðaliðar þar sem tryggja snúninginn. Haldið er í átt að Grundarfirði, um veg nr. 54 þar til komið er að Grundarfirði. Endamarkið er við Orkuna, rétt áður en komið er inn í Grundarfjörð.
138 km leið á Veloviewer -> Sjá hér: Jökulmílan - 138 km - VeloViewer
B-flokkur KVK, Junior KVK
Hlutlaust (neutral) start frá Sundlauginni í Grundarfirði, niður Borgarbraut og til hægri Grundargötu sem leið liggur út úr bænum í átt að Stykkishólmi. Þegar undanfari er kominn um það bil 1 km út úr bænum er gefið hljóðmerki fyrir fljúgandi start. Hjólað er sem leið liggur veg nr. 54 en tekin beygja til hægri upp á Vatnaleið (vegur nr. 56) og á efsta punkti Vatnaleiðar er snúningspunktur og farið aftur niður Vatnaleiðina, beygt til hægri í átt að Stykkishólmi. Þar er snúningspunktur við flugvallaafleggjarann. Haldið er aftur til baka í átt að Grundarfirði, um veg nr. 54 þar til komið er að Grundarfirði. Endamarkið er við Orkuna, rétt áður en komið er inn í Grundarfjörð.
86 km leið á Veloviewer -> Sjá hér: Jökulmílan - 86 km - VeloViewer
U17 KK og KVK, C-flokkur KK og KVK
Hlutlaust (neutral) start frá Sundlauginni í Grundarfirði, niður Borgarbraut og til hægri Grundargötu sem leið liggur út úr bænum í átt að Stykkishólmi. Þar er snúningspunktur við flugvallaafleggjarann utan við bæinn og verða sjálfboðaliðar þar sem tryggja snúninginn. Haldið er aftur til baka í átt að Grundarfirði, um veg nr. 54 þar til komið er að Grundarfirði. Endamarkið er við Orkuna, rétt áður en komið er inn í Grundarfjörð.
72 km leið á Veloviewer -> Sjá hér: Jökulmílan - 72 km - VeloViewer
Not seeing anything above? Reauthenticate
U15 KK og U15 KVK
Hlutlaust (neutral) start frá Sundlauginni í Grundarfirði, niður Borgarbraut og til hægri Grundargötu sem leið liggur út úr bænum í átt að Stykkishólmi. Þegar undanfari er kominn um það bil 1 km út úr bænum er gefið hljóðmerki fyrir fljúgandi start. Hjólað er sem leið liggur veg nr. 54 allt þar til rétt áður en komið er að gatnamótum við Vatnaleið (veg nr. 56) en þar er snúningspunktur og verða sjálfboðaliðar þar sem tryggja snúninginn. Þangað eru rétt um 22 km. Haldið er aftur til baka í átt að Grundarfirði, um veg nr. 54 þar til komið er að Grundarfirði. Endamarkið er við Orkuna, rétt áður en komið er inn í Grundarfjörð.
42 km leið á Veloviewer -> Sjá hér: Jökulmílan - 42 km - VeloViewer
Fylgdarbílar
Fylgdarbíla skal skrá með skráningarformi og eigi síðar en fimmtudaginn 2. júní kl. 21:00.
Allir bílar í braut á vegum eða með heimild mótsstjórnar eiga að vera merktir í afturrúðu og hliðarrúðum með einkennisstaf:
Dómarabílar - D
Ljósmyndarabílar og álíka - M
Aðrir bílar mótsstjórnar - K
Fylgdarbílar - F
Fylgdarbílar skulu einnig vera merktir í framrúðu (neðst hægra megin), þó ekki þannig að byrgi bílstjóra sýn.
Fylgdarbílar skulu í einu og öllu fara eftir fyrirmælum dómara og skulu alltaf keyra á eftir dómara; fylgdarbílar mega aldrei vera á milli dómarabíls og keppenda nema með sérstöku leyfi dómara. Þegar tími á milli hópa er orðinn nægur til að dómari telur það vera öruggt að fara á milli hópa færir dómarabíllinn sig á milli hópanna og þeir fylgdarbílar sem eiga liðsmenn í þeim hóp fylgja á eftir en aðrir elta sinn hóp.
Fylgdarbílar sem fylgja flokkum eiga að raðast upp í stærðarröð þannig að lægsti bíllinn sé fremstur og sá hæsti aftastur og tryggja þannig öryggi og yfirsýn umferðar sem þarf að fara fram úr.
Ef bílstjóri er einn í fylgdarbíl má hann einungis veita aðstoð þegar fylgdarbíllinn er kyrr. Bílstjóri má aldrei veita aðstoð á ferð.
Fylgdarbílar mega aldrei vera á ferð fyrir framan fremsta keppanda sem hann fylgir og aldrei fyrir framan aðra keppendur nema það séu að minnsta kosti 20 metrar í næsta keppanda fyrir aftan.
Þegar bílstjóri er með aðstoðarmanneskju í bílnum, eina eða fleiri, er honum heimilt að veita aðstoð úr fylgdarbílnum á ferð frá hægri hlið ökutækis, t.d. veita millitíma eða rétta næringu.
Reglur UCI um drykki og næringu kveða á um að „Feeding is prohibited on descents and during the first 50 and last 20 km.“ Aðra aðstoð en drykki og næringu má veita hvar sem er þar sem það er öruggt, í samræmi við brautarlýsingu.
Gestir, ljósmyndarabílar og álíka skulu alltaf yfirgefa keppnina og keyra beint í mark þegar 20 km eru eftir.
10 mínútum fyrir ræsingu fyrsta ráshóps skulu allir fylgdarbílar koma sér fyrir á skilgreint safnsvæði fylgdarbíla.
Allir bílar í braut skulu alltaf hafa hættuljós (hazard ljós) blikkandi.
Lokað hefur verið fyrir skráningu fylgdarbíla
Leyfi Vegagerðar og Lögreglu
Öryggismál
Ef slys ber að höndum skal hringja í 112, svo láta keppnistjóra vita.
Ef um önnur atvik er að ræða eða keppendum vantar aðstoð skal hringja beint í keppnisstjóra.
Það eru ákveðnar hættur hér og þar sem hægt er að forðast með því að lesa eftirfarandi. Þetta er þó alls ekki tæmandi listi og keppendur verða því að vera vakandi fyrir umhverfi sínu.
Keppnisbraut verður yfirfarin af mótsstjórn daginn fyrir keppnisdag og verða þau atriði sem vert þykir að nefna birt á viðburðarsíðu á Facebook.